Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Olían mun fara í $50

Sem hefur slæmar afleiðingar í arabaríkjunum. Vísa á þessa færslu hjá bofs mér til stuðnings.
mbl.is Hlutabréf hækka en olía lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við þá búin að missa sjálfstæðið?

Ég vísa í fyrri færslur mínar um IMF sem meðal annars hafa verið birtar á vefsíðu DV:

Það er lykilatriði að auðlindir landsins falli ekki í hendur erlendra stórfyrirtækja. Það er forsenda þess að Íslendingar haldi sjálfstæði sínu. Ég vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái það. 

 


mbl.is Spáir að formlegt erindi til IMF komi bráðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar auðlindir seldar hæstbjóðanda

Þar sem að færsla mín um IMF batterýið hefur fengið töluverða athygli er upplagt að koma með framhald af þeirri færslu. Ég mæli með að fólk lesi hina færsluna fyrst og horfi á myndbandið sem þar er.

Margir tala um að IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) fari ekki illa með okkur því að við erum ekki vanþróað ríki og að hann hafi fjórum sinnum áður lánað okkur. Ég vil benda á að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðasta lán fékkst. Einnig hefur aldrei áður verið um að ræða lán af þeirri stærðargráðu sem nú er talað um.

Ég spyr: viljum við vera í samstarfi við sjóð sem hefur farið illa með önnur lönd? Reyndar er sú hætta fyrir hendi ríkisstjórnin með Sjálfstæðismenn í broddi fylkingar nýti sér tækifærið og selji það sem eftir er af auðlindum landsins. Þetta er eindregin vilji þeirra og nefni ég vatnalögin, REI, kvótakerfið og heilbrigðiskerfið í því samhengi fyrir nú utan þessa frétt sem ég er að blogga um nú.

Við skulum skoða mynband númer 2 sem fjallar um IMF og komu hans til Íslands:

Viðtal við John Perkins og umfjöllun um IMF er úr myndinni Zeitgeist Addendum sem ég hvet alla til að horfa á.


mbl.is Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling á spillingu ofan

 Eftirfarandi færsla birtist á Eyjunni. Birti hana hér til stuðnings.

Áhyggjur í Landsbanka:  Fyrrum yfirmaður Icesave settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka

Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.

Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.

Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut - að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.

Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.

Starfsmaðurinn segir m.a. í bréfi sínu:

"Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi (sem er að setja Ísland á hausinn) var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði, þetta var eitt meginverkefni þess síðustu misserin."

Vitleysan heldur s.s. áfram.

- Hvað á framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs að gera sem innri endurskoðandi?
- Á hann að passa upp á að það verið ekki allt rannsakað?
- Á að verðlauna yfirmanninn með þessum hætti?
- Hafa menn ekkert lært?
- Eru að verða fleiri svona mistök í "björgunarferlinu"?
- Ætlar ný stjórn embættismanna að láta þetta viðgangast?

Er þetta boðlegt fyrir þjóðfélagið?

Svo má bæta því við að fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru hvor í sinni skilanefndinni. Þeir sem voru hluti af því regluverki sem brást. Þeir bera etv. ekki mestu ábyrgðina, en eru klárlega hluti af því regluverki sem brást.  Er ekki eitthvað að þegar svona er gert? Þó svo þekking þessara manna sé nýtt þarf ekki að setja þá í valdastöður við að stjórna rannsókn á klúðri sem þeir voru hluti af!! Er framboð hæfra manna virkilega ekki meira?"

"Hversu hlutlausir þurfa endurskoðendur að vera?

Starfsmaðurinn bendir jafnframt á að fráfarandi innri endurskoðandi LÍ, Sigurjón Geirsson, sé nú er í skilanefnd gamla LÍ, og segir hann hafa verið "virkan þátttakanda í Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi.  Það skýtur skökku við það hlutleysi sem krafist er af slíku embætti. Er engin hætta á hagsmunaárekstri hér? Hverra hagsmuna gæta starfsmenn skilanefndar?"

Starfsmaðurinn, sem segist vegna aðstæðna sinna ekki geta gefið upp nafn sitt, bendir jafnframt á leiðbeinandi reglur FME um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja sem eru nýkomnar út, þar sem segir m.a. "...skal reynt að tryggja að starfsmenn hennar séu hlutlausir í reynd og starfi óháð þeim rekstrareiningum sem þeir endurskoða."

_________________________________________

 


Allt annað en IMF

Kíkið á þessa færslu
mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu!

Ég vísa til fyrri færslu um IMF

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI IMF TAKK

 

Getur verið að Ísland sé fórnarlamb og hafi verið knésett til að stórfyrirtæki hafi greiðan og ódýran aðgang að auðlindum Íslendinga? Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið eins auðvelt nema fyrir tilstuðlan gráðugra bankamanna sem lögðu þjóðina undir í fjárhættuspilum sínum. Skoðum staðreyndir:

  • Í aðdraganda Davíð Oddson talaði um að krónan væri undir árásum frá óprúttnum aðilum.
  • Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki og Seðlabanki Bandaríkjanna neituðu Seðlabankanum um lán (í greinagerð frá Seðlabankanum kemur eftirfarandi "Augljóst var að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli."
  • Bresk stjórnvöld haga sér mjög undarlega með því að "sparka í liggjandi þjóðfélag" og með beinum hætti stuðla að hruni íslenska bankakerfisins.

Getur verið að Ísland sé undir efnahagsárás? Hvað ætli þeir vilji með Ísland? Auðlindirnar? Þvinga okkur í Evrópusambandið? Kenna útrásarmönnum lexíu? Bara af því þeir geta það og Ísland var búið að spila rassinn úr buxunum?

Afhverju vilja þessi risar ekki veita okkur lán þegar þeir geta búið til peninga uppúr engu? Okkar eina von virðist vera Geir H. Haarde en mér sýnist hann vera með þeim fáu sem er varkár í að þiggja "aðstoð" frá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum (IMF). Össur hefur a.m.k. bitið á agnið ásamt fleirum.

Ég tók saman u.þ.b. 10 mínútna myndband sem ég vona að sem flestir horfi á og þá sérstaklega ráðamenn þjóðarinnar. Við verðum að hafa þessa hluti á bakvið eyrað. Nú er mikilvægt að ríkisstjórnin semji ekki sjálfstæði og auðlindir Íslendinga frá sér. Því miður held ég að Íslendingar séu svolítið einfaldir/saklausir þegar kemur að því að eiga við slíkar stofnanir og trúi engu illu uppá þetta lið... (Nauðsynlegt er að hafa Flash plugin til að geta skoðað myndbandið. Það er hægt að nálgast hér. )

Vinsamlegast biðjum Norðmenn um hjálp! Viðtal við John Perkins og umfjöllun um IMF er úr myndinni Zeitgeist Addendum sem ég hvet alla til að horfa á.

Komin er ný færsla í framhaldi af þessari.

 


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband