Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvernig virkar krónuútgáfa?

Mér skilst að í Ameríku og Englandi þurfi ríkið að væla peningana út úr stofnunum í einkaeigu sem lána ríkinu pening eftir þörfum en með vöxtum. Þessar einkastofnanir búa til peningana úr engu. Hvernig er það með krónuna, getur Íslenska ríkið prentað eins mikið af krónum og þeim dettur í hug án mikils tilkostnaðar? Þarf Seðlabankinn að borga einhverjum öðrum aðila vexti af þeim krónum sem hann gefur út?

Þegar þetta er komið á hreint eru tvær spurningar í viðbót sem mig langar að velta upp

  1. Ef Íslenska ríkið getur búið til peninga án mikils tilkostnaðar, hvers vegna er það þá að skera niður hjá ríkisstofnunum eins og RÚV? Maður hefði nú haldið að á krepputímum væri lykilatriði að ríkið styðji við samfélagið eins og hægt er.
  2. Það eru háværar raddir um að taka upp annan gjaldmiðil (ég hef sjálfur verið að stinga upp á norskri krónu). Er það ekki töluvert mikilvægur eiginleiki að geta búið til krónur eftir þörfum sem vert er að halda í ?
Og nei ég tók ekki hagfræði 101. Orðið er laust...
mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fólk, við erum föst í Matrix

Eins og sumir hafa kannski rekið augun í að þá hef ég verið að benda á Lindsay nokkurn Williams sem spáði því að olían myndi hrapa niður í $50 dollara fatið. Þetta sagði hann þegar olían var í hæstu hæðum og lítið sem benti til þess að þetta yrði raunin. Sérstaklega þar sem hávært tal var um að "peak oil" væri um að kenna að olíuverðið væri svona hátt.

Lindsay er enginn miðill, heldur hafði hann upplýsingar frá innanhússmanni hjá stóru olífélögunum. Hann var einungis að miðla því sem sá náungi hafði sagt honum hvað myndi gerast næst. Maðurinn gat sagt honum þetta þar sem að þeir geta stjórnað olíverðinu. Þetta er heldur ekki í fyrsta skiptið sem Lindsay hefur rétt fyrir sér með þróun olíuverðs.

Endilega lesið þessa færslu frá Gullvagninum um þetta mál. Kominn tími til að opna augun gott fólk! Brjótumst út úr Matrix-num!


mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það liggur fyrir játning í þessu máli

Þið sem hafið ekki séð færslu Gullvagnsins um málið ættuð að kíkja á hana núna.
mbl.is 45 ár liðin frá morðinu á Kennedy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst engum þetta skrítið?

Ég minni enn og aftur á Lindsay Williams sem benti á að dollarinn færi niður í $50 á tunnu. Hann hafði þessar upplýsingar frá hátt settum manni innan olíugeirans. Þetta hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir Arabaríkin þar sem olían er helsta tekjulindin. 

Fyrir stuttu síðan var olíuverð í hæstu hæðum og menn voru að tala um "peak oil" sem er bara þvæla. Afhverju er enginn að tala um það núna? Olíuverðinu er stjórnað á bakvið tjöldin en ekki af markaðnum. Sjá frekar hér og hér


mbl.is Olíuverð lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppum bara láninu og tökum upp Norska krónu

Þetta ætti að vera tækifæri fyrir okkur til að sleppa þessu IMF láni. Við erum þegar komin með 1 milljarð dollara, er það ekki nóg til að skipta út krónunni fyrir norska krónu?

Mér leist ágætlega á þær tillögur sem komu fram í Silfri Egils í gær um að skipta frekar út krónunni heldur en að vera að fá risastórt lán til að reyna að bjarga henni sem hugsanlega gufar upp um leið og krónan er sett á flot. 

Steingrímur J. Sigfússon var einnig með góð rök fyrir því afhverju við ættum að taka upp Norska krónu í Silfri Egils þann 2.11.2008: (Video fengið að láni úr þessari færslu frá Láru Hönnu)

 

 

 Vinsamlegast setjum á þjóðstjórn og hleypum stjórnaranstöðunni að. Ég treysti ekki þessari stjórn til að semja um nokkurn skapaðan hlut fyrir hönd okkar Íslendinga. 


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband