Íslenskar auðlindir seldar hæstbjóðanda

Þar sem að færsla mín um IMF batterýið hefur fengið töluverða athygli er upplagt að koma með framhald af þeirri færslu. Ég mæli með að fólk lesi hina færsluna fyrst og horfi á myndbandið sem þar er.

Margir tala um að IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) fari ekki illa með okkur því að við erum ekki vanþróað ríki og að hann hafi fjórum sinnum áður lánað okkur. Ég vil benda á að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan síðasta lán fékkst. Einnig hefur aldrei áður verið um að ræða lán af þeirri stærðargráðu sem nú er talað um.

Ég spyr: viljum við vera í samstarfi við sjóð sem hefur farið illa með önnur lönd? Reyndar er sú hætta fyrir hendi ríkisstjórnin með Sjálfstæðismenn í broddi fylkingar nýti sér tækifærið og selji það sem eftir er af auðlindum landsins. Þetta er eindregin vilji þeirra og nefni ég vatnalögin, REI, kvótakerfið og heilbrigðiskerfið í því samhengi fyrir nú utan þessa frétt sem ég er að blogga um nú.

Við skulum skoða mynband númer 2 sem fjallar um IMF og komu hans til Íslands:

Viðtal við John Perkins og umfjöllun um IMF er úr myndinni Zeitgeist Addendum sem ég hvet alla til að horfa á.


mbl.is Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei of seint! Frábært framtak Neo. Þetta er umræða sem myndi aldrei komast uppá pallborðið hér í Bandaríkjunum. Það er ömurlegt að fylgjast með "main stream media" hérna sem er algjörlega stýrt af ákveðnum fyrirtækjum og fólk trúir því sem það sér og heyrir þar. Þessir sjóðir hafa gert þetta marg ítrekað og skilið lönd eftir í andaslitunum eftir að búið er að ræna auðlindum þess.

peinarsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:34

2 identicon

Ef það er ekki búið að skrifa undir þá er ekki of seint. 

Sendið vísanir á þessi myndbönd á alla sem þið þekkið.

Sendið ráðherrum og alþingismönnum öllum tölvupóst eða bréf þar sem vanþóknun þinni á IMF er lýst og áhyggjum.  Takið fram að þið munið ekki kjósa núverandi stjórnarflokka ef þessi leið verði farin.  Það eina sem stjórnmálamenn skilja er að fá ekki atkvæði. 

Ég mun alvarlega hugsa mig um að kjósa VG ef þessi leið verður farin.  Amk. mun ég skila auðu.

Ra (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:56

3 identicon

Ég er búinn að reyna að senda svona dót á B2.is vefinn og 69.is en þeir birta þetta ekki.

Það þarf að koma að vakningu. Þurfum að gera keðjubréf.

ísland (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við erum stofnþjóð í IMF þannig að við höfum nú verið í samstarfi við þá frá upphafi. Eins höfum við 4X fengið fyrirgreiðslu og lán frá IMF

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 01:59

5 identicon

Frábært framtak. Fólk verður að kynna sér þessa sögu sjóðsins.
Þeir aðstoða bandarísk stórfyrirtæki að aðræna auðlindir landa sem eiga í efnahagslegum vandræðum. Að sjálfsögðu koma þeir ekki eins fram við Evrópu þjóðir eins og fátækari vanþróaðari þjóðir en viljum við í alvörunni stunda viðskipti við svona aðila. IMF er hræðileg hugmynd.

Mæli með þessari mynd frá blaðamanninum John Pilger. 

http://video.google.com/videosearch?q=the+rules+of+the+world&emb=0&aq=f#q=john%20pilger&emb=0

Orri Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:47

6 identicon

auðvitað selja þeir þetta.

nú á að moka að sér restinni af gróðanum, flýja út til heitari og betri staða.

og skilja alla aumingjana og sveitarómagana eftir heima.

við getum sennilega lifað á arfa, þangi og hvað heitir hann þarna, ljóti fiskurinn, sem maður veiddi við bryggjur landsins sem krakki?

á ekki að vera ætt eitthvað af honum?  svo er náttla spurning með að rollan bjargi okkur eina ferðina enn. fiskurinn verður náttla farinn.

spurning hvort rollan verði ekki farin líka, eftirspurn eftir því úti, ætli þeim verði ekki bara fargað á sömu mundu og arðræningu landsins lýkur.

við náttla munum bara malda í  móinn útí horni, inná milli fyllería þar sem við öskrum um að við séum mestir og bestir og ætli að sigra heiminn.

einn daginn.

Sveinn Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 06:26

7 identicon

Kaldhæðni örlagana, flokkurinn sem selur sjálfstæði íslands er SJÁLFSTÆÐISflokkurinn. Eða er það sjálfstæðir-fokkarinn? Frekar fylki í noregi, en þrælanýlenda NWO.

Alexander (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:30

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..mér skilst að það sé þegar búið að ákveða að skrifa undir. Þar með er þetta land selt...án þess að hafa fengið það staðfest..

Þetta skeður bara hjá afdömkuðum "professional" pólitíkusum sem eru búnir að þeir lifa í "sýndarveruleika" sem er ekkert tengdur því sem þessi þjóð þarfnast,,,

Nú á að manna hvern einasta hvalbát og fara að veiða. Gefa skýringu að það sé búið að loka á efnahag okkar og ekkert annað sé til úrraða..

Óskar Arnórsson, 20.10.2008 kl. 01:06

9 identicon

WWIII

Ivar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 06:55

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei nei Ivar, Kalda Stríðið er löngu búið, nú er það fjórði og síðasti kaflinn: WWIV "the war without restriction". ;)

Í þeirri styrjöld er ekki barist svo mikið með sprengjum og byssum, heldur með tækni og áhrifamætti bæði efnahagslegum og sálfræðilegum, allt með því markmiði að ná völdum eða beita valdi án þess að það hafi mikinn efnahags- eða ímyndarskaða í för með sér. Helstu vopnin verða njósnabúnaður og eftirlitsstarfsemi, áróður og upplýsingastjórnun, peningar og skuldir, alþjóðalög og viðskipti. Beiting slíkra aðferða hefur óhjákvæmilega í för með sér síauknar takmarkanir á ferðafrelsi og mannréttindum almennt, beggja vegna víglínunnar. Þetta stríð er í raun hafið nú þegar, en er ekki allsstaðar augljóslega sýnilegt, enda er hluti af taktíkinni að fara sem mest huldu höfði og villa fyrir um raunverulega sök á hverjum þeim verknaði sem "falda höndin" framkvæmir gegn mótaðilanum.

Bandaríkjunum eftir gjaldþrot verður hugsanlega breytt í einar stórar fanga-/vinnubúðir, en rekstraraðilarnir eru nú þegar komnir á undirbúningsstig með útbreiddum einkarekstri í fangelsisgeiranum og byggingu "fjöldahjálparmiðstöðva" fyrir FEMA þar sem gaddavírinn efst á girðingunum snýr INN á við. Vopnaleitarhlið DHS við landamærin eru auk þess þannig útbúin að það er ekkert mál að snúa þeim við, til að koma í veg fyrir að óviðkomandi sleppi ÚT úr landinu. Skuldunautarnir? Aðallega Kínverjar og Rússar en líka Saudar, Sameinaðir Arabískir Furstar o.fl. Og það sem öðru fremur er barist um og mun ráða því hver sigrar í þessu nýja stríði er: almenningsálitið.

Ég vil hvetja áhugasama til að kynna sér efni bókarinnar Unrestricted Warfare frá árinu 1999 (超限战 á frummálinu), hún er skrifuð af Qiao Liang og Wang Xiangsui en þeir eru ofurstar í kínverska alþýðuhernum. Titill bókarinnar gæti útlagst bókstaflega sem "hernaður án takmarkana" en hún fjallar m.a. um hvernig þróunarland (eins og Kína) geti hugsanlega náð yfirhöndinni gagnvart þróuðu ríki (eins og Bandaríkjunum) í hátæknistyrjöld! Þar er útgangspunkturinn sá að í þessu nýja stríði munu öll óþverrabrögð verða leyfileg (og þar með nauðsynleg) þ.m.t. skæruhernaður og hryðjuverk í stórum stíl (varð að veruleika 9/11 2001), ufangsmeiri beiting fjölmiðla í áróðursskyni en áður hefur þekkst, árásir og/eða misnotkun á tölvukerfum með nethernaði (Eistland 2007, Georgia 2008), átök á grundvelli lagasetninga og dómstóla ("lawfare"), og ekki síst efnahagsleg skemmdarverk.

Tvennt síðastnefnda ætti að vera orðið Íslendingum vel kunnugt nú í seinni tíð, ef ekki þrennt en það gengur víst erfiðlega að millifæra erlendan gjaldeyri til og frá Seðlabankanum og boðleiðirnar fyrir slíkt liggja einmitt yfir netið! (Veit ekki hvort það hefur verið kannað til hlítar hvað veldur, en ef skýringin er tæknilegs eðlis þá er frekar grunsamlegt að taki marga daga að kippa því í liðinn hjá bankastofnun...)

Að lokum tilvitnun úr viðtali við Qiao Liang, annan höfunda Unrestricted Warfare: "the first rule of unrestricted warfare is that there are no rules, with nothing forbidden."

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 18:29

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott komment hjá þér Guðmundur Ásgeirsson! Það er meiriháttar athyglisvert það sem þú skrifar..

Óskar Arnórsson, 21.10.2008 kl. 23:51

12 identicon

Góðir punkar Neo. Sömuleiðis hjá Guðmundi Ásgeirssyni. Það er eitthvað bogið við þetta alltsaman. Hef mikið pælt í þessu sjálfur. Við erum á leið inní eitthvað slæmt. Mjög slæmt.

Spurning hvað við fólkið í landinu getum gert fyrir utan það að skrifa ráðamönnunum bréf.. þeir taka hvort eða er ekkert mark á okkur þannig nema þá í virkilega massívu magni.

en hvað með að upplýsa þjóðina um þetta á stórum skala (vitundarvakningu)? kannski hávær mótmæli? þá hvenær?

Það ætti að stofna samtök um varðveitingu sjálfstæðis Íslands og auðlindanna okkar. Hvað fyndist ykkur um það?

Andri I (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 03:27

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Andri, mættu á Austurvöll á laugardaginn kl. 16:00.

Sjá http://www.nyirtimar.com/

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2008 kl. 14:41

14 Smámynd: Alfreð Símonarson

magnað myndband, ég stelst til að setja þetta á bloggið mitt ;)

Alfreð Símonarson, 29.10.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband