Sleppum bara láninu og tökum upp Norska krónu

Þetta ætti að vera tækifæri fyrir okkur til að sleppa þessu IMF láni. Við erum þegar komin með 1 milljarð dollara, er það ekki nóg til að skipta út krónunni fyrir norska krónu?

Mér leist ágætlega á þær tillögur sem komu fram í Silfri Egils í gær um að skipta frekar út krónunni heldur en að vera að fá risastórt lán til að reyna að bjarga henni sem hugsanlega gufar upp um leið og krónan er sett á flot. 

Steingrímur J. Sigfússon var einnig með góð rök fyrir því afhverju við ættum að taka upp Norska krónu í Silfri Egils þann 2.11.2008: (Video fengið að láni úr þessari færslu frá Láru Hönnu)

 

 

 Vinsamlegast setjum á þjóðstjórn og hleypum stjórnaranstöðunni að. Ég treysti ekki þessari stjórn til að semja um nokkurn skapaðan hlut fyrir hönd okkar Íslendinga. 


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála....

Af hverju ekki bara að fara alla leið og taka upp Evruna einhliða...   

Sterkari gjaldmiðill en norska krónan sem getur alveg hrapað þrátt fyrir allan Olíusjóðinn

Engin sérstakur Evrópusinni sjálfur, enda getum við dregið það á langinn endalaust að ganga í Evrópusambandið...

Alveg glórulaust að steypa komandi kynslóðum í skuldir, bara til að styrkja ónýtan gjaldmiðill, sem getur/mun hrapa á einni nótt og við erum kominn aftur á byrjunarreit, bara með svakalegar skuldir sem þjóðin ræður ekkert við!

Svona getum við sýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðunum, Bretunum og Evrópusambandinu fingurinn og gefið skí...  í þetta lið!

Teddi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er farinn að halda að þjóðstjórn sé nauðsinleg, mér fynnst stjórnar andstaðan sýna meiri ábyrgð en Samfylkingin,það er eins og hún sé á sífeldum flótta frá vandamálunum.

Ég held að kosningar núna væru bara til bölvunar.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2008 kl. 14:01

3 identicon

Núna er ástandid HRIKALEGT.  Miklu alvarlegra en fólk gerir rád fyrir.  Miklu miklu alvarlegra.  Hvar eiga íslendingar ad fá lán núna???????

Hvad sem gerist og hverning sem thetta fer thá VERDUR AD TRYGGJA ÖLDRUDUM Á ÍSLANDI SÓMASAMLEGAN LÍFEYRI. 

Thad er EKKI gamla fólkinu ad kenna hvernig komid er.  Fjárhagslegt öryggi aldradra verdur ad vera í algjöru fyrirrúmi.

Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:22

4 identicon

Mér líst mjög vel á þetta. Tökum einhliða upp Norska krónu, frænda okkar og vina. Ég helda að þeir myndu alveg skilja það, þó kanski þeir myndu kanski ekki fyrir sitt leyti ekki samþykkja það svona í fyrstu.

Við gæfum út fréttatilkynningar þar sem við segðum að við beyttum þessum neyðarrétti okkar nú til að verja okkar brýnustu grunnhagsmuni og að þurfa ekki að vera pýndir til að skrifa undir Versala samninga sem myndu setja okkur og komandi kynslóðir á algjörlega óyfirstíganlegan skuldaklafa. 

Margar helstu vinaþjóðir okkar til margra ára, fyrir utan Norðurlanda þjóðirnar hefðu algjörlega brugðist okkur á ögurstundu og nú hafnaði Alþjóðasamfélagið okkur með því að neita áður lofaðri lánafyrirgreiðslu frá IMF vegna áhrifa stórþjóðanna Breta og Frakka og ekki síst ESB valdsins. Þetta er það sem þarf að gera og það þarfr að mynda um þetta þjóðstjórn. Þetta er brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í þetta þarf að vinda sér strax. Það þarf að ráða færustu sérfræðinga heimsins til þess að hjálpa okkur í að koma þessu í framkvæmd sem allra fyrst.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:52

5 identicon

Síðan hvenær varð pappír að gjaldmiðli? Það væri nær að hafa gjaldmiðil bakkaðan upp af gulli og silfri, eithvað álíka og "liberty dollar" í Bna ..

Pétur Guðnason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband