Hvernig virkar krónuútgáfa?
29.11.2008 | 23:03
Mér skilst að í Ameríku og Englandi þurfi ríkið að væla peningana út úr stofnunum í einkaeigu sem lána ríkinu pening eftir þörfum en með vöxtum. Þessar einkastofnanir búa til peningana úr engu. Hvernig er það með krónuna, getur Íslenska ríkið prentað eins mikið af krónum og þeim dettur í hug án mikils tilkostnaðar? Þarf Seðlabankinn að borga einhverjum öðrum aðila vexti af þeim krónum sem hann gefur út?
Þegar þetta er komið á hreint eru tvær spurningar í viðbót sem mig langar að velta upp
- Ef Íslenska ríkið getur búið til peninga án mikils tilkostnaðar, hvers vegna er það þá að skera niður hjá ríkisstofnunum eins og RÚV? Maður hefði nú haldið að á krepputímum væri lykilatriði að ríkið styðji við samfélagið eins og hægt er.
- Það eru háværar raddir um að taka upp annan gjaldmiðil (ég hef sjálfur verið að stinga upp á norskri krónu). Er það ekki töluvert mikilvægur eiginleiki að geta búið til krónur eftir þörfum sem vert er að halda í ?
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Göngum bara í ríkjasamband með Danmörk. Þá höfum við komist bakdyramegin í ESB og með danskri krónu höfum við Evru. Einfalt!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:04
USD er málið vegna vantrúar þeirra sem pípa allan daginn um krónuna. Gjaldmiðill er tiltrú ekkert annað. Þetta er vara sem þarf að selja.Svo við getum öll selt hana þarf að hafa trú á vörunni.
Sleppum því að fleyta krónunni.Semjum við Seðlabanka Bandaríkjana ( Ekki ríkisbanki) og vinnum okkur útúr atvinnuleysinu sem mun fylgja upptöku annars gjaldmiðils en krónunar.
Tori, 30.11.2008 kl. 02:09
1. Seðlaprentun ef næg eftirspurn er fyrir hendi ýtir undir verðbólgu, annars hjálpar seðlaprentun að halda uppi eftirspurn ef hún dregst saman eins og hún er að gera nú. - Eins og þú hefur heyrt í umræðunni þá segja sumir hagfræðingar að seðlaprentun nú muni ekki ýta undir verðbólgu og því ættu uppsagnir eins og hjá RÚV óþarfar.
2. Til að viðhalda stöðugleika í efnahagslífi þá er gott að geta prentað peninga og tekið þá úr umferð ef þarf. Hins vegar getur hvort tveggja í of miklu mæli verið slæmt fyrir atvinnulífið, þe. ef eftirspurn er aukin of mikið eða of mikið dregið úr henni. - (Það er deilt um það hvort krónan sé nógu stöðug til að geta gegnt því hlutverki að viðhalda stöðugleika.)
Það sama á við um allt annað, einnig gull. Ef nýjar gullnáumur finnast eða ef meira gull kemur inn á markaði þá virkar það eins og seðlaprentun. Ef gull fer af markaði þá virkar það eins og verðhjöðnun.
Þetta er samt allt umdeilt og það er ekki til nein töfralausn önnur en kannski að gæta hófsemi og vera varkár.
Lúðvík Júlíusson, 2.12.2008 kl. 15:01
Lúðvík, RÚV er stjórnlaust fyrirtæki. Það þarf að loka því. Við viljum óháða fjölmiðla ekki meðvirka!
Tori, 7.12.2008 kl. 02:59
Það hefur allt sinn tíma. Markmiðið nú er að koma landinu úr kreppunni sem innlendir stjórnmálamenn og samdráttur erlendis hefur komið okkur í.
Innlendir stjórnmálamenn eiga stærstu sökina á því hvernig komið er. Þeir hafa af vítaverðu gáleysi veikt undirstöður atvinnulífsins með því að ýta undir verðbólgu, skila ekki nægum afgangi af fjárlögum, með vaxtahækkunum og með illa tímasettum óþörfum verkefnum (td. Kárahnjúkar, tónlistarhús og göng til Siglufjarðar). Svona upptalning gæti verið miklu lengri.
Nú er vandamálið að koma okkur úr kreppunni. Þá er það forgangsatriðið hjá hinu opinbera að draga ekki saman seglin. Þó að fólki sé illa við hið opinbera þá má það ekki eyðileggja uppbyggingu landsins.
Til að koma þjóð úr kreppu þá þarf að efla væntingar fólks og fyrirtækja um betri tíma svo það haldi áfram að 'eyða' og fjárfesta. Handahófskenndar aðgerðir hins opinbera í uppsögnum og niðurskurði ýta ekki undir væntingar og auka ekki á öryggistilfinningu fólks þannig að það mun halda áfram að halda að sér höndum og niðursveiflan verður meiri.
Ég er sammála þvi að hlutverk RÚV þurfi að minnka og breytast. Ráðherrrar (Sjálfstæðisflokksins) hafa haft mörg ár til þess!! Það er paradox og ólógískt að vilja loksins skera niður þegar það eykur á kreppuna, í stað þes að skera niður þegar það hefði slegið á þenslu og þannig styrkt efnahag þjóðarinnar og búið okkur undir þessa kreppu(sem var fyrirsjáanleg síðan 2003, sorrí)
Hvar sem menn eru í stjórnmálum þá verða þeir að átta sig á að það er ekki til óháður fjölmiðill. Fólk verður að vera gagnrýnið á það sem það heyrir og treysta ekki öllu.
Lúðvík Júlíusson, 7.12.2008 kl. 10:21
Hið opinbera á að fjárfesta í arðsömum verkefnum. Þar ber hæst, samgöngum. RÚV er í hershöndum og stjórnlaust.
Tori, 7.12.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.