EKKI IMF TAKK

 

Getur verið að Ísland sé fórnarlamb og hafi verið knésett til að stórfyrirtæki hafi greiðan og ódýran aðgang að auðlindum Íslendinga? Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið eins auðvelt nema fyrir tilstuðlan gráðugra bankamanna sem lögðu þjóðina undir í fjárhættuspilum sínum. Skoðum staðreyndir:

  • Í aðdraganda Davíð Oddson talaði um að krónan væri undir árásum frá óprúttnum aðilum.
  • Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki og Seðlabanki Bandaríkjanna neituðu Seðlabankanum um lán (í greinagerð frá Seðlabankanum kemur eftirfarandi "Augljóst var að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli."
  • Bresk stjórnvöld haga sér mjög undarlega með því að "sparka í liggjandi þjóðfélag" og með beinum hætti stuðla að hruni íslenska bankakerfisins.

Getur verið að Ísland sé undir efnahagsárás? Hvað ætli þeir vilji með Ísland? Auðlindirnar? Þvinga okkur í Evrópusambandið? Kenna útrásarmönnum lexíu? Bara af því þeir geta það og Ísland var búið að spila rassinn úr buxunum?

Afhverju vilja þessi risar ekki veita okkur lán þegar þeir geta búið til peninga uppúr engu? Okkar eina von virðist vera Geir H. Haarde en mér sýnist hann vera með þeim fáu sem er varkár í að þiggja "aðstoð" frá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum (IMF). Össur hefur a.m.k. bitið á agnið ásamt fleirum.

Ég tók saman u.þ.b. 10 mínútna myndband sem ég vona að sem flestir horfi á og þá sérstaklega ráðamenn þjóðarinnar. Við verðum að hafa þessa hluti á bakvið eyrað. Nú er mikilvægt að ríkisstjórnin semji ekki sjálfstæði og auðlindir Íslendinga frá sér. Því miður held ég að Íslendingar séu svolítið einfaldir/saklausir þegar kemur að því að eiga við slíkar stofnanir og trúi engu illu uppá þetta lið... (Nauðsynlegt er að hafa Flash plugin til að geta skoðað myndbandið. Það er hægt að nálgast hér. )

Vinsamlegast biðjum Norðmenn um hjálp! Viðtal við John Perkins og umfjöllun um IMF er úr myndinni Zeitgeist Addendum sem ég hvet alla til að horfa á.

Komin er ný færsla í framhaldi af þessari.

 


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott, haltu endilega áfram. Ég er sammála því að leita til Norðmanna.

En fær maður að vita hver þú ert? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Pétur Hlíðar Magnússon

sammála einnig aettir tú ad sjåa http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912&hl=en

sem meira en bakkar upp tad sem tú segir

Pétur Hlíðar Magnússon, 12.10.2008 kl. 12:04

3 identicon

Jahá, þetta var mjög fróðlegt, takk fyrir þetta. Ég hef aldrei verið hrifinn af þessum sjóð og því gaman að fá svona gott og auðmeltanlegt yfirlit yfir hvernig hann virkar í raun og veru. Ef það er einhverntíman réttur tími fyrir góð og gamaldags mótmæli gegn þessum sjóð og hvað hann stendur fyrir þá er það núna.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Neo

Pétur: Ef þú hefðir horft á myndbandið þá hefðir þú séð brot úr einmitt þessari mynd sem þú sendir mér link á Ég er einmitt að kvetja fólk til þess að horfa á þessa mynd.

Rúnar, verði þér að góðu

Lára Hanna, það er mér mikill heiður að hafa þig sem fyrsta bloggvin . Ég kýs að vera nafnlaus sem stendur en við sjáum til.

Neo, 12.10.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Hvernig getur gersamlega siðblint og óhæft stjórnmálafólk hér samið um eitthvað ?

Þetta lið sama hvar í flokki það stendur hefur ekkert vit samningaviðræðum, það kann bara að taka undir sig sjálft og sína. 

Ég reikna með að spá Ragnars Önundarsonra í Silfri Egils verði að veruleika, unga fólkið og menntafólk fari ca frá íslandi, 30þ manns  eftir sitja gamalmenni og öryrkjar, og væntalega ríkistarfsmenn.

Magnús Jónsson, 13.10.2008 kl. 08:36

6 identicon

Mjög fróðlegt myndband,en því miður er líklegast ekkert sem við getum gert í þessu. Það eru flestir svo heila þvegnir að þeir geta valla stafað nafnið sitt lengur. Þetta ástand sem við erum að kljást við í dag er búið að vera fleiri ár að myndast, t.d. með tilkomu plastkortana (visa) þar sem fólk getur eignast allt sem það vill með einni stroku og undirskrift,og eiðir síðan dag og nótt við að reina borga upp vísa reikninginn sinn. Ég er annsi hrædddur um að það sé orðið of seint fyrir allmenning að fara reina grípa í tauminn núna, fyrir utan að stjórnvöld myndu fljótlega þagga niður í okkur ef við reindum að mótmæla. Ég er samt ekki að seigja að við eigum að kyssa á okkur tærnar og gefast upp, ef við ætlum að mótmæla þá verður að vera mjög vel að því staðið og við meigum ekki gefast upp strax eins og í bensín mótmælunum. Munum samt eitt gott fólk, setjum fjölskilduna í fyrsta sæti, hún er það dýrmætasta sem við eigum. Allt hitt reddast. Eða er það ekki?

Jóakim (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:06

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við verðum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að IMF komi hingað með krumlurnar. En hvað? Ef ég væri heima myndi ég gera allt vitlaust, en ég 2000km í burtu.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 19:57

8 Smámynd: Neo

Já ef einhverntíma er tími á íslensk mótmæli þá er það núna. Því miður er ég einnig erlendis og get ekki mikið gert. Í framhaldi af þessu myndbandi er fróðlegt að kíkja á kastljósið í kvöld þar sem Ögmundur kemur þessum málstað á framfæri. Hins vegar fær maður hroll af því að hlusta á Vilhjálm Egilsson.

Það er sorglegt en rétt það sem Ögmundur segir um einkavæðingagosana sem standa í því að semja við IMF. Þeir fá þarna fullkomið tækifæri til að halda einkavæðingu áfram þar sem þeir fá vafalaust stóran skerf af kökunni. 

Neo, 14.10.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Neo

Neo, 14.10.2008 kl. 21:03

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þesis kenning þín gæti svosem útskýrt þrákelkni Davíðs varðandi hávaxtastefnunam, hún er einmitt svona fyrirfram dauðadæmt fyrirbæri og til þess fallið að draga IMF að dyrunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 23:02

11 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Góð grein! gaman að sjá hvað það eru margir meðvitaðir Íslendingar út um allt! þurfum að fara að sameina krafta okkar, við látum ekki traðka okkur í skítinn án þess að spyrna fótum á móti!

og já, ég vil meina að það sé örugglega rétt hjá þér að þetta hafi verið planið og að það eigi að gera fyrirtækjum auðvelt fyrir að sópa upp auðlindirnar og þvinga okkur í evrópusambandið og þarmeð hina fyrirhuguðu alheimsríkisstjórn.... ætli þeir hafi ekki verið þreyttir á saving iceland og eitthvað... svo þeir fundu svarið: Icesave!

er ekki búinn að tékka á myndbandinu en hlakka til að sjá það! er að vinna á næturvakt þar sem ég get ekki horft!

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 15.10.2008 kl. 03:46

12 identicon

Frábært myndband, ég dreifði því meðal meðlima "hvað er í gangi" sem er starfræktur á facebook og mun halda fundi og fyrirlestra, endilega kynntu þér það og komdu á næsta fund sem verður á laugardaginn klukkan 4, líklega á kaffi hljómalind.

 Við þurfum á öllu fólki eins og þér að halda, og þú þarft á fólki eins og okkur að halda :)

 Frábært framtak hjá þér!

Guðjón (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 04:07

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég á lénið freeiceland.com og ætla að setja upp spjallvef fyrir helgi. Það er vonandi að sem flestir kíki þangað og leggi orð í belg.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 13:12

14 Smámynd: Neo

Takk kærlega fyrir kommentin. Ég tékka á freeiceland.com eftir helgi :O)

Guðjón: Því miður á ég ekki heima á íslandi sem stendur, en þegar ég flyt heim væri gaman að kíkja á liðið á íslandi sem er ekki fast í Matrixnum.

Mummi: Það er áhugavert að skoða hverjir á Íslandi hafa verið að kíkja í kaffi á Builderberg fundum:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_attendees#Iceland

Neo, 15.10.2008 kl. 20:51

15 identicon

Vildi bara benda þér á þessa frétt hér:

 http://www.dv.is/frettir/2008/10/15/islenskt-myndband-um-althjodagjaldeyrissjodinn-vekur-athygli/

 og hér er annar listi sem ég sá um daginn um bilderberg meðlimi, athyglisvert að á wikipedia vantar Jón Sigurðsson... 

 og hver er það í dag? bara framkvæmdastjóri fjármálaeftirlitsins, valdamestu stofnunar á Íslandi. Ég rak augun í "frétt" um hann um daginn undir fyrirsögninni "vel til forystu fallinn" og í neðanmálsgrein viðtal við einhvern sem vann með honum sem útskýrði hversu frábær manneskja hann væri fyrir lesendum morgunblaðsins.

Merkilegar þessar "tilviljanir" ekki satt...

Guðjón Heiðar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:25

16 identicon

Er öllum kunnugt um að við Íslendingar höfum þegar nýtt okkur aðstoð IMF 4 sinnum fram til dagsins í dag?

 "Frá stofnun hefur Ísland fjórum sinnum tekið lán. Fyrsta lán Íslendinga hjá sjóðnum var tekið árið 1969 á tímum Viðreisnarstjórnarinnar. Annað 1967-68 vegna brests í útflutningstekjum, 1974-76 vegna hækkunar á olíuverði og loks 1982 vegna útflutningsbrests. Afborgunum af þeim lánum var lokið 1987 og er Ísland skuldlaust við sjóðinn."

Pétur (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:42

17 identicon

Ísland er ekki í þriðja heiminum, því eiga ekki forsendur hér við það sem verið er að tala um í viðtalinu. Þetta er mjög ,,leftist-environmentalist-antiglobalist" video. Samsærakenninglykt af þessu öllu. Ekki til þess fallið að skapa málefnalega umræðu. Á þetta videó virkilega að gefa til kynna að það sem gerst hefur í þróunarlöndum, muni gerast hér?? Og þessi Sam Perkins, varla er hann uppgjafa-körfuboltaleikmaður, eins og linkurinn gefur til kynna??? En ég er lika mjög fylgjandi því að leita nær okkur, t.d. til Norðurlanda eða seðlabanka Evrópu, við eru jú Evrópubúar þegar öllu er á botninn hvolft.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:10

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju halda allir að Norðmenn séu ígildi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Held að fólk sé ekki í lagi. Halda menn bara að við getum bankað þar upp á og beðið þá um að borga okkur út. Þessi góði maður blandar þarna saman Alþjóðabankanum og IMF saman í einn graut. Bendi á að við höfum 4 sinnum fengið lán frá honum og bendi á að hlutst hér á verefnisstjóra IMF í Zambíu sem er íslendingur. Hann var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni síðsta sunnudag. Það verður að spóla fram yfir í seinni hluta þáttarins http://vefmidlar.visir.is/VefUtvarp/?channelID=BYLGJAN&programID=3789635d-dc16-4fcf-949c-5d83b772f2ef&mediaSourceID=392e8fef-8270-4f6e-9b45-8f9da4f1e958

Þar kemur m.a. fram að þessi íslendingur sér um að fylgja verkefninu þarna eftir og hann er í sambandi við stjórnendur nokkrum sinnum á ári. Þeir hafa fullt leyfi til að haga málum eins og þeir vilja en fylgja áætlun um uppbyggingu sem þeir unnu að sjálfir að mestu. 

En það getur verið sárt fyrir vanþróað ríki að þurfa að taka á sínum málum. Þannig hef ég heyrt af ríkjum þar sem risna ráðamanna nam um 20% af þjóðarútgjöldum þegar sjóðurinn kom inn. Og þar var ekki af neinu að taka til að koma undir ríkið fótunum og því varð að grípa til erfiðra aðgerða sem hvort eð er hefði þurft að grípa í til að koma landinu á réttan kjöl.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur áætlun okkar um hvernig við ætlum að koma okkur út úr vandanum. Síðan koma þeir með athugasemdir og hugsanlegar breytingar. Ef við sættum okkur ekki við það þá verður engin aðstoð frá þeim og málið er dautt. 

Bið fólk að vera ekki alltaf að mála skrattan á vegginn fyrirfarm. Þetta er eins og sögur um að ESB taki yfir Ísland ef við vogum okkur að fara í samningaviðræður um inngöngu og Evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.10.2008 kl. 23:15

19 identicon

Hvar finn ég myndbandið? einhverra hluta vegna er ekki linkur á það á myndinni af Páli...getur einhver hjálpað mér með það?

 Ég vil endilega sjá þetta myndband því það eru virkilega að renna á mig tvær grímur með þetta IMF dæmi.

 þann 11. Október skrifaði ég þetta sem athugasemd á bloggi Péturs Tyrfingssonar

"Þetta er allt mjög speisað og gerist óskiljanlegra með hverri klukkustund, nú á IMF, að undirlagi G7, líklega að taka stóra rullu í einhverju samspili sem er farið að líta út eins og illa/vel orgrestrerað leikrit, farsi!? Púff, Höfundur, Leikmynd og Leikstjórn : G7 :

Hvað varðar kjósendur, þá held ég að ef einhverntíma hefur verið þörf á því að fólk taki sig til og hugsi eilítið um það sem það ætlar að kjósa yfir sig og það sem virkilega skiptir máli í samfélagi, þá er það núna. Fólk þarf líka að hætta að hugsa í leiðtogum og sleppa þrælslundinni, því að við erum fólk en ekki kindur (með fullri virðingu fyrir kindum)

Ég vill fá kosningar um leið og við erum komin á lappir og þvínæst að skipuð verði nefnd til að rannsaka í þaula alla þætti þessa máls, frá a til ö. Ef það gerist ekki þá er ég farinn af landi brott með mína fjölskyldu að byggja upp eitthvað annað land…t.d. Spán, bjó þar í 4 ár í góðu samfélagi við annað fólk."

Guðni Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:44

20 identicon

Ísland er stjórnmálalega vanþróað ríki þar sem Sjálfstæðisflokkur í fleiri áratugi hefur staðið fyrir þróun til núverandi aðstæðna. Þær herferðir sem fjölmiðlar notfæra sér til að heilaþvo íslendinga til að taka við aðstoð þeirra gegnum einhverjar ungar menntapjötlur eins og fram kemur í fréttum er fáránlegt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn talar mál kapitalismans á sama hátt og þessar ungu menntapjötlur.

ee (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:59

21 identicon

Klikkaðu á Pál til að sjá myndbandið....

Gaur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 00:26

22 identicon

Athyglisvert er frétt á RÚV nú við miðnætti og hvernig að þessum þætti er snúið.  Hva............taugaþræðingar. Má þá sjá að leiðirnar eru margar.

Hva tvíburi Egil Ruuth? 

Sýnir þá hvar upplýsingar og eftirlit kom frá. Svo er efninu snúið við til hags sérhagssinna.

ee (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 00:31

23 identicon

Egil Ruuth sem hafði sambönd út um allar stofnanir, þetta háskólafífl og graðfoli sem var spældur fyrir að það var hægt að hugsa lengra en til Freud.

Kærður til lögreglu fyrir einelti. Ætti að vera hægt að finna fingraför hans út um allt.

ee (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 00:42

24 identicon

Það er eins og áður.  Stóru gæjarnir vilji fækka í sínum hópi, stækka sjálfir  og fjölga fórnardýrum. Þessi bók hans John Perkins, Confessions of an Economic Hit Man virðist hafa verið nokkuð víðlesin á Íslandi.  Skyldu ráðamenn ekki hafa kíkt í hana?  Kærar þakkir fyrir þitt góða framlag.

pönk (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 01:02

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús Helgi: WB og IMF eru greinar af sama meiði og oft með sama fólk innanborðs. Þú hefur sjálfur afar grunnan skilning á þessu. Það er ástæða fyrir að fólk grautar þessum stofnunum saman. Þetta eru nátengd batterí, sem aðgreinast eingöngu af sértæku hlutverki, annað hvað varðar fjármögnun og hitt hvað varðar uppbyggingu. Alsráðandi þarna eru verstu NeoConar heims. Báðar stofnanir halda sameiginlega fundi árlega eða oftar, sem segir raunar allt.

Bara svo þú áttir þig, þá bendi ég á þessa skilgreiningu af heimasíðu IMF sjálfs.  (og þetta er á rósamáli!) Hér er enginn munur á kúki og skít.

Þessar stofnanir hafa margoft verið spurtar saman í svokölluðum "Joint Missions" eins og t.d. í hvíta Rússlandi og víðar.

Ég hef ekki heyrt sögur um að Evrópubandalagið sé á leynifundum um að taka yfir ísland og að agnið sé evran. Það er úr þínum kolli og afar veik og fabríkeruð samlíking. Þú veist að það er annað hvort eða hér. Aðild verður óumflýjanleg, tökum við upp evru og við finnum magnaðan þrýsting um að sameinast þessu miðstýrða batteríi, þar sem við munum hverfa og verða étnir upp í einmitt því opna viðskiptaumhverfi, sem er hluti okkar harms að hafa gengist undir, þökk sé Jóni Baldvin t.d.

Ísland er auðugt land og margir hafa augastað á því til framtíðar og þá sérstaklega sterkustu peningaöflin. Ég minni á að fulltrúar Bear og Stern, sem komu hingað og ætluðu að shorta Íslandi og töluðu um að gróðapótensíal þess að ráða yfir landinu væri á borð við "endurkomu Krists. Þú manst kannski eftir þessu? Þetta er fyrirtækið, sem Davíð sakaði um efnahagsleg hryðjuverk hér. Þetta er fyritækið sem er spyrt saman við JP Morgan Chase sem aftur er spyrtur við IMF að öllu leyti og er Stjórnarformaðuog efnahagsráðgjaf JP Morgan John Lipsky aðal samningamaður IMF í viðræðum okkar nú. Maður með ansi vafasama fortíð m.a. frá Solomon Brothers, glæpabankanum.

Ekki reyna að halda þessu aðgreindu á nokkurn hátt. Ef þú veist ekki betur, þá kynnstu þér málið.

IMF hefur komið hér að málum áður, það er rétt en í mæli, sem er brotabrot af því sem um ræðir og víst að vildarvinir þessa sjóðs fengu sitt. Nú er margföld þjóðarframleiðslan undir, sem þýðir algert vald yfir efahag og ákvörðunum um nýtingu auðlinda, leynt og ljóst. Við höfum tæpast atkvæðisrétt í þeirri stöðu. Þetta "lán" er háð ströngum skilyrðum. 

Það að John Lipsky segist "Vona" að við þiggjum þessa aðstoðsð, segir sitt. IMF hefur líka verið í síharðnandi áróðursherferð með því að mála skrattann á vegginn um efnahag heimsins.

Við getum þegið óháða aðstoð, skipulagt okkur og samið um skuldir, minnkað olíunotkun og reynt að skilja okkur sem mest frá neti þessara glóbalista. Já, það er rétt. Þessir menn eru opinberlega viðurkenndir áhangendur og agitantar þeirrar helstefnu.  Við verðum að reyna að láta reyna á það í fulla hnefana áður en við látum sjálfstæði okkar af hendi, því það er það sem er í húfi hérna.

Verði gengið að tilboði sjóðsins og skilyrðum, þá hafa þeir ráðamenn er að koma gerst sekir um landráð og föðurlanndssvik. Ef eitthvað þarf að kynna fyrir fólki og greiða þjóðaratkvæði um, þá er það þessi ákvörðun. Aldrei hefur neitt verið tilefni í líkingu við þetta.

Halldór Ásgræimson er talsmaður þeirra og leggur til lagasetningar, sem heimila ótakmarkaðar virkjanir og uppbyggingu þungaiðnaðar hér og jafnvel leigu og sölu orkulinda, án samráðs við þjóðina. Ástæðan fyrir þessu er að hann veit hver skilyrðin eru þegar upp verður staðið. Það er veruleikinn. Það er það gúlag, sem við munum verða leiguliðar í hjá þessum nýju lénsherrum. Velkominn á 17. öldina.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 01:25

26 identicon

Ég minni Íslendinga á Drekasvæðið, Landsvirkjun, sjávarútveginn, hreint vatn og fleira og fleira.

Þeir sjá rosaleg tækifæri hérna.

Árni (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 02:37

27 Smámynd: Björn Finnbogason

Og ég sem ætlaði að þakka Jóni Steinari fyrir þetta frábæra innlegg

Björn Finnbogason, 16.10.2008 kl. 03:09

28 identicon

Er þetta ekki einmitt það sem menn eru að vara við hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/15/fjarfestingarsjodur_vill_yfirtaka_rekstur_virkjana/

Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana!

Bandarískur fjárfestingarsjóður, Riverstone Holdings, vill kaupa tekjustrauma Landsvirkjuna eða einstakra virkjana til 10-15 ára og greiða fyrirfram. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en þar sagði, að fulltrúar sjóðsins hefðu átt fund með forsvarsmönnum Landsvirkjunar í síðustu viku.

Kalli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 03:57

29 identicon

Þetta er alveg "spot on". Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að þeir hjá JP Morgan voru á Íslandi fyrir ekki löngu að ræða við ráðamenn á Íslandi. Það mætti segja mér að Brown hafi sett af stað propaganda til þess að rægja Íslendinga af því að við þáðum ekki lán frá ákveðnum aðilum sem hafa alveg klárlega viljað fá eitthvað verulegt í staðinn. Þarna liggur líka ástæðan fyrir því að ráðamenn Íslands eru að ræða við Rússa um lán vegna þess að þeir hafa barist hart gegn þessari þróun í bankageiranum. Ég mæli eindregið með því að fólk fari á www.zeitgeistmovie.com og horfi á Zeitgeist og Zeitgeist Addendum. Ég er orðinn pirraður á því að endalaust sé talað um Seðlabanka Bandaríkjana vegna þess að það er hann aldeilis ekki! Önnur áhugaverð mynd - Loose change second edition. Skoðið líka www.prisonplanet.com

Palmi Einarsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 05:21

30 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Pálmi, ég vil benda þér á "hvað er í gangi" samtökin! þau eru til að byrja með bara á facebook en við héldum fund á laugardaginn og ætlum að halda annan næsta laugardag. Væri gaman að sjá þig þar, fólk sem veit dót þarf að fara að tala saman!

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 16.10.2008 kl. 05:49

31 Smámynd: Neo

Þetta átti að sjálfsögðu að vera John Perkins en ekki Sam Perkins NBA leikmaður! Þetta hefur verið leiðrétt.

Gaman að það séu að myndast umræður um þetta. Þá er markmiðinu náð.

Ég vil sérstaklega þakka fyrir þitt innlegg, Jón Steinar Ragnarsson. Ég vildi koma með JP Morgan þarna inn en ég var að reyna að hafa myndbandið stutt. Þeir eru nefndir í téðri mynd.

Guðni: Þú þarft að hafa Macromedia Flash plugin sett upp á vélinni hjá þér til að geta séð myndbandið.

http://www.adobe.com/shockwave/download/download.cgi?P1_Prod_Version=ShockwaveFlash

Neo, 16.10.2008 kl. 08:25

32 Smámynd: Kristján Logason

Við sjáum áhrifin nú þegar þar sem bandarískir auðhringir eru farnir að bera víurnar í Landsvirkjun.

Þetta er rétt að byrja. Við liggjum undir árás og hegðun peningaveldisins í Bretlandi er mjög skrítin.

Þriðja heimstyrjöldin er skollin á. Undir vopnum peningavaldsins. Vatn og Orku skal ná í hvar sem hægt er á þann máta sem hægt er

Við erum fyrst. Hverjir eru næstir

Kristján Logason, 16.10.2008 kl. 11:30

33 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Snilldar grein, þrátt fyrir samsæriskenningarútlitið, en málið er auðvitað að þetta ER samsæri og hefur alltaf verið. Davíð Oddson er til dæmis alltof gáfaður til að vera svona heimskur. Það hlýtur að þýða að hann geri hluti sem hann gerir viljandi.. no? Ég var ekki búinn að horfa á Zeitgeist ennþá, þó oft hafi ég séð talað um hana. Maður ætti kannski að drífa í því.

Stay strong Neo, and remember.. there bloody well is a spoon, and it's out to get you!

Árni Viðar Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 11:59

34 identicon

Zeitgeist myndirnirnar eru áhugaverðar, en framleiðandi þeirra er mjög gjarn á að taka staðreyndir og túlka eitthvað mjög skapandi úr þeim. Hann t.d. segir að báðar heimsstyrjaldirnar hafi verið settar á svið.

Loose change er nú algjört rusl, þetta var svo pottþétt heimildarmynd að þeir þurftu að gera margar útgáfur, það var alltaf verið að debunka það sem þeir sögðu.

Líka, í þessu myndbandi er vitnað í að DO hafi sagt að menn hafi gert aðför að krónunni, þá var hann að tala um þegar Bear Stearns og félagar shortuðu krónununa, tengist IMF nákvæmlega ekkert.

Að fá lán hjá IMF er ekki það sama og vera tekinn til meðferðar eins og þriðjaheims löndin hafa verið að lenda í. En það er alveg á hreinu, að ef landið verður tekið yfir af sjóðnum, þá er best að flytja héðan sem fyrst.

Andri (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:41

35 identicon

Andri.

Tengjast IMF og Bear Stearns og félagar ekkert eða?

Ég held það nú

Drengur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:15

36 identicon

Við höfum enga ásætðu til að trú í blindni því sem við erum mötuð á í fjölmiðlum.  Það er bara eðlilegt að traust okkar á yfirvöldum sé farið. 

Ég vil sjá að það verði athugað hvort Íslendingar getu myndað einhverskonar hagsmunabandlag með Noregi.  Við eigum marga sameiginlega hagsmuni og það er einhver sú þjóð sem er helst traustsins verð.

Eiríkur Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:54

37 Smámynd: Neo

Ég setti inn nýtt myndband í framhaldi af þessu http://neo.blog.is/blog/neo/entry/676255/

Neo, 16.10.2008 kl. 14:49

38 identicon

Þetta er allt satt og rétt og það er ekkert sem við getum gert.  Ekkert!  Því miður er þannig komið fyrir okkur að kapítalisminn er búinn að gleypa landið og við verðum bara að taka því.

Valdi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:00

39 identicon

Ég er sannfærslur að IMF sé slæm hugmynd.
Treystum á hjálp frá NO, SE og DK.  Tökum á okkur lífskjaraskerðingu í 2-4 ár.  "Bite the bullet".  Ég væri tilbúinn að lækka tekjur mínar ef það hjálpaði einhverjum að komast af botninum.  Snúum bökum saman og tökum skellinn - komum svo frjáls og sterk þjóð upp út úr þessu - ekki spurning!

Ra (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:37

40 identicon

Frábært að einhver sé með opin augun hvað varðar þessi mál. Þeir sem vilja grúska meira bendi ég þeim á www.informationliberation.com og www.infowars.com.

Power 2 the People! Spread the Word

EinarB (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:51

41 identicon

Bara smá komment á myndbandið..

að Hvetja en ekki að Kvetja einhvern til einhvers

Smámunir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:13

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vildi peista þessum athugasemdum mínum hér, sem ég vakti athygli á á öðrum stað.:

Ég minntist á Bear sterns fyrir nokkru. Hér er smá lesning um það sem var á seyði hér. Þeir ætluðu að shorta Íslandi og hefur sennilega tekist það. Líktu "profit potencial Íslands við "the second coming of Christ." Nú er Sá sem semur fyrir hönd IMF, nátengdur þessum glæponum og einnig innsti koppur í búri hjá JP MOrgan og áður hjá Chase manhattan og steypti honum yfir, hann er einnig stjórnarmaður úr hinu alræmda Salomon Brothhers og fleir risastórum svikamillum. Neocon par exellance.

Er fólk ekki að kveikja á samhenginu?

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/04/09/the-plot-against-iceland/   

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/03/31/the-north-atlantic-conspiracy/

Er ekki komið tæm á almennilega samantekt á þessu stærra samhengi hlutanna, í stað þess að þvarga um peðin í þessu spili?

Ég á að sjálfsögðu við John Lipsky Fróðlegt að rekja skítaslóð hans, með að byrja HÉR. Þetta er alger ormhola.  Ég er til í að fara aftur að aldamótunum 1900 og llifa af landsins gæðum, heldur en að gefa þessari glæpastofnun IMF kverkatak á okkur.

Menn skulu átta sig á því að Bear Sterns er deild í JP Morgan Chase, svo ekki er vona að þessi Lipsky sé alveg sá hlutlausasti í þessum viðræðum. Stopp segi ég!

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 03:18

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 03:21

44 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skal svo bent á að einhver hatrömmustu mótmæli sem verða hér í heimi eru einmitt við sameiginlega fundi IMF og WB. T.d. nýlega í Wasington og Prag. Þar hefur brynvarin og vopnuð lögregla ráðist með ofbeldi á friðsama mótmælendur með gasi og vatnsbyddum og jafnvel skotvopnum. Þessi lögregla er einmitt þessi samrúni hers og lögreglu, sem Björn Bjarna vill innleiða hér, enda er hann mikill fylgismaður þess að selja landið í hendur glóbalistum og er reglulegur gestur á Bildenberg fundum. 

Þetta eru föðurlandssvikar sem hér eru við völd og ættu að dæmast sem slíkir og tekni úr umferð, ef það er ekki þegar of seint.

Ég legg til að þú takir saman grein um þessi tengsl, sem ég hef nefnt, þar sem þú ert góður í að setja hlutina í samhengi.  Að þessir menn séu enn við völd er algerlega fáheyrt og svo ekki sé talað um stjórnendur bankanna, sem hafa fengið tækifæri á að setja gögn í tætara nú í hálfan mánuð.

Einnig er það hrikalegt að heyra að háttsettir opinberir embættismenn, með aðgang að trúnaðarupplýsingum hafi verið að selja bréf sín í bönkunum manuðu fyrir krassið. Nú verða hausar að fara að fjúka!

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 03:34

45 identicon

Dæmigert "Problem-Reaction-Solution" fyrirbæri, eitt af bestu tækjum til að fá fólk til að samþykkja eitthvað sem það kærir sig ekki um. Og er það eitthvað erfitt að trúa því að heimstyrjaldirnar tvær hafi verið sviðsettar? Hérna er áhugaverð bók.

http://www.scribd.com/doc/3413176/The-Nameless-War

 Hérna er annað áhugavert.

http://www.radioislam.org/protocols/ProtocolsOfZion.pdf

Getum við greint á milli veruleika og sýndarveruleika? Hvað og hver gefur okkur veruleikann?  

Alexander (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:58

46 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Ég sé að það eru margir hérna að vitna í Zeitgeist myndirnar! Vil biðja fólk að gera smá bakgrunnsvinnu áður en það tekur það sem er sagt í þeim myndum sem heilögum sannleika. Zeitgeist 1 var nær öll uppfull af beygðum staðreyndum.

En það er hins vegar alltaf gaman að svona pælingum og ég held að áhyggjur allra hérna komi úr réttri átt og mér sýnist flestir hérna hafa sterka réttlætiskennd. Þaðe r mjög gott og ef það eru margir aðrir í landinu af því meiði þá held ég að ástandið hérna geti nú ekki orið of slæmt.

Virðing

Tryggvi Hjaltason, 20.10.2008 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband