Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Allt annað en IMF
13.10.2008 | 08:03
Ekki hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu!
13.10.2008 | 07:59
Ég vísa til fyrri færslu um IMF
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
EKKI IMF TAKK
12.10.2008 | 11:23
Getur verið að Ísland sé fórnarlamb og hafi verið knésett til að stórfyrirtæki hafi greiðan og ódýran aðgang að auðlindum Íslendinga? Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið eins auðvelt nema fyrir tilstuðlan gráðugra bankamanna sem lögðu þjóðina undir í fjárhættuspilum sínum. Skoðum staðreyndir:
- Í aðdraganda Davíð Oddson talaði um að krónan væri undir árásum frá óprúttnum aðilum.
- Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki og Seðlabanki Bandaríkjanna neituðu Seðlabankanum um lán (í greinagerð frá Seðlabankanum kemur eftirfarandi "Augljóst var að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli."
- Bresk stjórnvöld haga sér mjög undarlega með því að "sparka í liggjandi þjóðfélag" og með beinum hætti stuðla að hruni íslenska bankakerfisins.
Getur verið að Ísland sé undir efnahagsárás? Hvað ætli þeir vilji með Ísland? Auðlindirnar? Þvinga okkur í Evrópusambandið? Kenna útrásarmönnum lexíu? Bara af því þeir geta það og Ísland var búið að spila rassinn úr buxunum?
Afhverju vilja þessi risar ekki veita okkur lán þegar þeir geta búið til peninga uppúr engu? Okkar eina von virðist vera Geir H. Haarde en mér sýnist hann vera með þeim fáu sem er varkár í að þiggja "aðstoð" frá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum (IMF). Össur hefur a.m.k. bitið á agnið ásamt fleirum.
Ég tók saman u.þ.b. 10 mínútna myndband sem ég vona að sem flestir horfi á og þá sérstaklega ráðamenn þjóðarinnar. Við verðum að hafa þessa hluti á bakvið eyrað. Nú er mikilvægt að ríkisstjórnin semji ekki sjálfstæði og auðlindir Íslendinga frá sér. Því miður held ég að Íslendingar séu svolítið einfaldir/saklausir þegar kemur að því að eiga við slíkar stofnanir og trúi engu illu uppá þetta lið... (Nauðsynlegt er að hafa Flash plugin til að geta skoðað myndbandið. Það er hægt að nálgast hér. )
Vinsamlegast biðjum Norðmenn um hjálp! Viðtal við John Perkins og umfjöllun um IMF er úr myndinni Zeitgeist Addendum sem ég hvet alla til að horfa á.
Komin er ný færsla í framhaldi af þessari.
IMF lýsir vilja til að aðstoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2008 kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)