Spilling á spillingu ofan
14.10.2008 | 16:54
Eftirfarandi færsla birtist á Eyjunni. Birti hana hér til stuðnings.
Áhyggjur í Landsbanka: Fyrrum yfirmaður Icesave settur yfir innri endurskoðun Nýja Landsbanka
Starfsmaður Landsbankans varar nú við því í bréfi sem hann hefur sent frá sér, að framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans, Brynjólfur Helgason, skuli hafa verið gerður að forstöðumanni Innri endurskoðunar Nýja Landsbankans.
Icesave í Englandi og Hollandi var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði.
Starfsmaðurinn telur að þarna sé farið inn á hættulega braut - að gjörningsaðili eða a.m.k. hluti hans sé farinn að rannsaka sjálfan sig, jafnvel breiða yfir fyrri gjörðir.
Hann vill meina að mjög mikilvægt sé að stöðva slíka gjörninga áður en þeir nái að festa sig í sessi. Hann hefur sent bréf sitt til fjölmiðla og sett sig í samband við þingmenn allra flokka vegna málsins. Athugasemdum hans mun ekki beint að Brynjólfi persónulega.
Starfsmaðurinn segir m.a. í bréfi sínu:
"Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi (sem er að setja Ísland á hausinn) var stjórnað sem sérverkefni undir Alþjóðasviði, þetta var eitt meginverkefni þess síðustu misserin."
Vitleysan heldur s.s. áfram.
- Hvað á framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs að gera sem innri endurskoðandi?
- Á hann að passa upp á að það verið ekki allt rannsakað?
- Á að verðlauna yfirmanninn með þessum hætti?
- Hafa menn ekkert lært?
- Eru að verða fleiri svona mistök í "björgunarferlinu"?
- Ætlar ný stjórn embættismanna að láta þetta viðgangast?
Er þetta boðlegt fyrir þjóðfélagið?
Svo má bæta því við að fyrrverandi innri endurskoðendur Glitnis og Landsbankans eru hvor í sinni skilanefndinni. Þeir sem voru hluti af því regluverki sem brást. Þeir bera etv. ekki mestu ábyrgðina, en eru klárlega hluti af því regluverki sem brást. Er ekki eitthvað að þegar svona er gert? Þó svo þekking þessara manna sé nýtt þarf ekki að setja þá í valdastöður við að stjórna rannsókn á klúðri sem þeir voru hluti af!! Er framboð hæfra manna virkilega ekki meira?"
"Hversu hlutlausir þurfa endurskoðendur að vera?
Starfsmaðurinn bendir jafnframt á að fráfarandi innri endurskoðandi LÍ, Sigurjón Geirsson, sé nú er í skilanefnd gamla LÍ, og segir hann hafa verið "virkan þátttakanda í Icesave ævintýrinu í Englandi og Hollandi. Það skýtur skökku við það hlutleysi sem krafist er af slíku embætti. Er engin hætta á hagsmunaárekstri hér? Hverra hagsmuna gæta starfsmenn skilanefndar?"
Starfsmaðurinn, sem segist vegna aðstæðna sinna ekki geta gefið upp nafn sitt, bendir jafnframt á leiðbeinandi reglur FME um innri endurskoðun fjármálafyrirtækja sem eru nýkomnar út, þar sem segir m.a. "...skal reynt að tryggja að starfsmenn hennar séu hlutlausir í reynd og starfi óháð þeim rekstrareiningum sem þeir endurskoða."
_________________________________________
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú einmitt málið. Ég horfði upp á drenginn í sjónvarpinu í gær segja (og glotta) að í stjórnir bankanna verði skipaðir hæfir menn sem væru algjörlega ótengdir flokkum, og þar með væri sannað að ekkert brask væri í gangi.... en hann gleymdi kannski að minnast á það að það þarf ekki að vera í flokk til að vera vel launaður vinur annars manns.
Brask og vinaráðningar eru stundum af hinu góða, en í stjórnmálum og yfirmannsstöðum stórfyrirtækja, er slík ekkert nema svívirða og móðgun við almenning, sem reyndar beygir sig niður og leyfir slíka misnotkun án nokkurra mótmæla.
Árni Viðar Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.